Guðjón Valur: Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 13:31 Guðjón Valur Sigurðsson lék sjálfur lengi í þýsku deildinni og þekkir hana því mjög vel. Getty/Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach í þýsku bundesligunni en lið hans er nú í níunda sæti deildarinnar sem nýliði í deildinni. Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti