Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2023 11:52 Sá sem varð fyrir hnífsstunguárásinni birti mynd af sér á Instagram eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann sagðist í færslunni vera á batavegi og myndi koma „sterkari og vitrari“ til baka. Instagram Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43