Kardinálinn George Pell er látinn Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 07:41 Hinn ástralski George Pell var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. EPA Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023 Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023
Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent