Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 12:47 Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Google hafði þá hafnað beiðni mannsins um að fá þær fjarlægðar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd.
Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira