Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 23:57 LHS 475 b er í „einungis“ 41 ljósárs fjarlægð. NASA, ESA, CSA, Leah Hustak (STScI) Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin. Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira