Blankiflúr er íslenska tónlistarkonan Inga Birna Friðþjónsdóttir og Jerald Copp er Stefán Örn Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Íkorni. Tónlist Blankiflúr mætti flokka sem tilraunakennt rafpopp og í laginu kafar hún inn í þá óvissu sem undirmeðvitundin er. Inga Birna lenti í slæmu burnout-i og liggur sú vinna sem hún gekk í gegnum til að ná aftur andlegri heilsu, á bak við lagið.
Blankiflúr gaf út sína fyrstu plötu árið 2021 sem fékk nafnið Hypnopompic. Hún stefnir á að gefa út EP plötu árið 2023 og lagið Modular Heart er fyrsti singúllinn af þeirri plötu. Modular Heart er komið út á Spotify og hér má sjá myndband við lagið.
Útslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977
Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar mánuð, þau lög eru:
- Karma Brigade – Alive
- Winter Leaves – Feel
- Bucking Fastards – Don Coyote
- Beef – Góði hirðirinn
- Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
- Auður Linda – I´m Not The One
- Merkúr – Faster Burns The Fuse
- Sóðaskapur – Mamma ver
Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.

Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar