Nýr sameinaður fjölmiðill ber heitið „Heimildin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 07:36 Heimildin er nýr fjölmiðill á Íslandi. Heimildin, nýr fjölmiðill, fór í loftið í morgun en hann er afsprengi sameiningar Kjarnans og Stundarinnar. „Þér er hér með boðið með í þetta ferðalag, sem er vonandi rétt að hefjast,“ segir í fyrsta leiðara miðilsins. Ritstjórar Heimildarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem áður voru ritstjórar Stundarinnar og Kjarnans. Í leiðaranum segja þau þeirri spurningu hafa verið varpað fram í kjölfar fregna af sameiningu hvort miðlarnir yrðu sterkari saman en í samkeppni við hvorn annan. „Um er að ræða tvö fjölmiðlafyrirtæki sem voru stofnuð út frá svipuðum forsendum og hugmyndafræði, um að sækja vald sitt og rekstrargrundvöll fyrst og fremst til lesenda. Með því er boðið upp á mótvægi við þá skekkju sem myndast hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ svara þau Ingibjörg og Þórður Snær. Þau segja skekkjuna marglaga; af umræðu stjórnmálamanna á Íslandi um fjölmiðla mætti ætla að þar tækjust á tveir skólar. „Annar telur frjálsa, faglega og fjölbreytta fjölmiðla vera hornstein lýðræðis og forsendu opinnar lýðræðislegrar umræðu, sem hefur það mikilvæga samfélagslega hlutverk að veita stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Hinn telur að fjölmiðlar eigi fyrst og síðast að vera framlenging á hagsmunabaráttu. Þeirra hlutverk sé að endurspegla sýn ólíkra valdahópa á samfélagið þar sem þeir háværustu og best fjármögnuðu stjórni orðræðunni,“ segir í leiðaranum. Heimildin muni nálgast fjölmiðlun út frá fyrri skólanum og hafna þeim síðari. Blaðamenn Heimildarinnar verða tólf til að byrja með en mun fjölga. Í leiðaranum er farið yfir stöðuna á fjölmiðlamarkaði og fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Á næsta ári, 2023, gera fjárlög ráð fyrir að RÚV fái 5,7 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum, sem er um milljarði króna meira en fyrirtækið fékk úr ríkissjóði 2021. Ofan á það framlag sækir RÚV að minnsta kosti um tvo milljarða króna á ári í auglýsingatekjur. Eina opinbera framlagið úr ríkissjóði sem fer staðfest til einkarekinna fjölmiðla eru 377 milljónir króna á ári, sem skiptast á þriðja tug fjölmiðlafyrirtækja. Það eru 73 milljónum krónum minna en ríkissjóður ákvað að greiða innlendum kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðendum í sárabótagreiðslur vegna þess að fóðurverð hækkaði milli ára.“ Tólf blaðamenn starfa nú á ritstjórn Kjarnans en þeim mun fjölga á næstu vikum, segir í leiðaranum. Reynslan sé mikil; samanlagður starfsaldur telji 196 ár en meðal starfsaldur sé 16 ár. Sérstakt rannsóknarteymi verður starfrækt á Heimildinni, sem mun hafa það hlutverk að skoða á eigin forsendum og í gegnum eigin rannsóknir hluti sem skipta máli, segir í leiðaranum. Heimildin muni framleiða færri fréttir en aðrir miðlar en vanda til verka. Lögð verði áhersla á gæði umfram magn. „Í fyrsta eintaki Heimildarinnar má sjá frumdrög að nýju blaði. Áfram verður unnið að því að þróa miðilinn bæði í vef og prenti. Í fyrsta kasti eru lögð drög að víðtækri menningarumfjöllun og umræðuvettvangi, en til framtíðar stendur fleira til. Lesendur eru hvattir til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, meðal annars með aðsendum greinum, fréttaábendingum og myndum þegar efni standa til. Enn gildir það sama og áður, Heimildin er og verður ekkert án ykkar.“ Fjölmiðlar Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ritstjórar Heimildarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem áður voru ritstjórar Stundarinnar og Kjarnans. Í leiðaranum segja þau þeirri spurningu hafa verið varpað fram í kjölfar fregna af sameiningu hvort miðlarnir yrðu sterkari saman en í samkeppni við hvorn annan. „Um er að ræða tvö fjölmiðlafyrirtæki sem voru stofnuð út frá svipuðum forsendum og hugmyndafræði, um að sækja vald sitt og rekstrargrundvöll fyrst og fremst til lesenda. Með því er boðið upp á mótvægi við þá skekkju sem myndast hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ svara þau Ingibjörg og Þórður Snær. Þau segja skekkjuna marglaga; af umræðu stjórnmálamanna á Íslandi um fjölmiðla mætti ætla að þar tækjust á tveir skólar. „Annar telur frjálsa, faglega og fjölbreytta fjölmiðla vera hornstein lýðræðis og forsendu opinnar lýðræðislegrar umræðu, sem hefur það mikilvæga samfélagslega hlutverk að veita stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Hinn telur að fjölmiðlar eigi fyrst og síðast að vera framlenging á hagsmunabaráttu. Þeirra hlutverk sé að endurspegla sýn ólíkra valdahópa á samfélagið þar sem þeir háværustu og best fjármögnuðu stjórni orðræðunni,“ segir í leiðaranum. Heimildin muni nálgast fjölmiðlun út frá fyrri skólanum og hafna þeim síðari. Blaðamenn Heimildarinnar verða tólf til að byrja með en mun fjölga. Í leiðaranum er farið yfir stöðuna á fjölmiðlamarkaði og fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Á næsta ári, 2023, gera fjárlög ráð fyrir að RÚV fái 5,7 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum, sem er um milljarði króna meira en fyrirtækið fékk úr ríkissjóði 2021. Ofan á það framlag sækir RÚV að minnsta kosti um tvo milljarða króna á ári í auglýsingatekjur. Eina opinbera framlagið úr ríkissjóði sem fer staðfest til einkarekinna fjölmiðla eru 377 milljónir króna á ári, sem skiptast á þriðja tug fjölmiðlafyrirtækja. Það eru 73 milljónum krónum minna en ríkissjóður ákvað að greiða innlendum kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðendum í sárabótagreiðslur vegna þess að fóðurverð hækkaði milli ára.“ Tólf blaðamenn starfa nú á ritstjórn Kjarnans en þeim mun fjölga á næstu vikum, segir í leiðaranum. Reynslan sé mikil; samanlagður starfsaldur telji 196 ár en meðal starfsaldur sé 16 ár. Sérstakt rannsóknarteymi verður starfrækt á Heimildinni, sem mun hafa það hlutverk að skoða á eigin forsendum og í gegnum eigin rannsóknir hluti sem skipta máli, segir í leiðaranum. Heimildin muni framleiða færri fréttir en aðrir miðlar en vanda til verka. Lögð verði áhersla á gæði umfram magn. „Í fyrsta eintaki Heimildarinnar má sjá frumdrög að nýju blaði. Áfram verður unnið að því að þróa miðilinn bæði í vef og prenti. Í fyrsta kasti eru lögð drög að víðtækri menningarumfjöllun og umræðuvettvangi, en til framtíðar stendur fleira til. Lesendur eru hvattir til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, meðal annars með aðsendum greinum, fréttaábendingum og myndum þegar efni standa til. Enn gildir það sama og áður, Heimildin er og verður ekkert án ykkar.“
Fjölmiðlar Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira