Þjórsá hverfur núna ofan í holu efst í Urriðafossi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2023 22:01 Urriðafoss stíflaður af ís. Fyrir miðri mynd má sjá hvar Þjórsá hverfur ofan í holuna. Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Mikil ísstífla hefur hrannast upp við Urriðafoss í frostakaflanum undanfarnar vikur. Sérfræðingar Landsvirkjunar skoðuðu íshrannirnar í Þjórsá í gær meðal annars til að skilja betur áhrif ísmyndunar á virkjanir. Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Myndir í fréttum Stöðvar 2 af Þjórsá við Urriðafoss í gær tók einn af sérfræðingum Landsvirkjunar sem vakta vatnsaflið, Andri Gunnarsson. Andri Gunnarsson er verkefnastjóri í þróun vatnsafls hjá Landsvirkjun.Egill Aðalsteinsson Íshrannir byrjuðu að myndast við fossinn um miðjan desember en Andri segir að þessi samfelldi frostakafli núna sé orðinn óvenju langur. „Þá nær áin ekkert að hreinsa sig á milli og þá byggist þetta bara upp og býr til svona stíflu,“ segir Andri sem er verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Þjórsá neðan við Urriðafoss er ísi lögðLandsvirkjun/Andri Gunnarsson Hann segir heimildir um miklar ísstíflur þarna í gamla daga. Íshrönnin sem núna hafi hlaðist upp sé stærri en menn hafi séð um árabil. „Ég held að við höfum ekki séð hana í þessari stærðargráðu í allavegana í áratug.“ Séð upp eftir Þjórsá frá Urriðafossi. Nýja Þjórsárbrúin nær. Gamla brúin er fjær.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson Andri segir það skipta máli vegna virkjana, sem verið er að hanna í Þjórsá, að skilja svona ferli. „Svona almennt þá getur ís valdið ákveðnum truflunum í rekstri á virkjunum og það geta myndast stíflur í ám. Í raun og veru þegar þær fara, þær þurfa ekkert að vera mjög stórar til að safna miklu vatni, þá getur það haft allskonar áhrif.“ Holan sem Þjórsá hverfur í efst í Urriðafossi.Landsvirkjun/Andri Gunnarsson En um leið er ísmyndunin mikið sjónarspil. „Áin hverfur bara þarna ofan í svona holu efst í fossinum. Svo sérðu hana bara eiginlega ekkert meira. Þannig að þetta er svolítið tilkomumikið að sjá þetta allt saman,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Flóahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14