„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2023 13:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna. Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“ Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“
Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira