Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2023 21:30 Ölfusá, sem er meira og minna öll ísilögð þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.” Árborg Veður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.”
Árborg Veður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira