Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2023 10:38 George Santos hefur verið staðinn að umfangsmiklum lygum um feril sinn og mörgum spurningum er ósvarað um fjármál hans. EPA/WILL OLIVER Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira