„Trúum ekki öðru en að stærsta innigrein landsins fái pláss“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 12:32 Sólveig Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. vísir/Sigurjón Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, kallar eftir því að ráðamenn sýni að gert sé ráð fyrir fimleikum í nýju þjóðarhöllinni sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2025. Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig. Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig.
Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira