Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Halldór er í 3. sæti á þessum lista en tímabilið sem er hér undir spannar samt varla helminginn af ferli hans. Hann spilaði á þremur mismunandi áratugum og er þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 1.648 mörk. Aðeins Valdimar Grímsson (1.903 mörk) og Bjarki Sigurðsson (1.760 mörk) hafa skorað meira. Halldór gaf Haukum öll sín bestu ár. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari með liðinu, þrisvar sinnum bikarmeistari og fimm sinnum deildarmeistari. Fjórtán stórir titlar, takk fyrir. Halldór að búa sig undir að fara framhjá Ægi Hrafni Jónssyni.fréttablaðið Það aðdáunarverðasta við feril Halldórs er hversu lengi hann spilaði á hæsta getustigi og hversu vel hann entist. Fertugur var hann enn í nokkuð stóru hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Hauka. Og ferilinn hans toppaði eftir þrítugt. Þá byrjaði hann að raka inn titlum og vann meðal annars alla sex Íslandsmeistaratitlana sína. Þá spilaði hann líka á sínu eina stórmóti með íslenska landsliðinu, EM 2002. Bestu leiki sína á ferlinum spilaði Halldór gegn Barcelona í 3. umferð EHF-bikarsins haustið 2001, þá 33 ára. Í leikjunum tveimur skoraði hann samtals 26 mörk. Fjórtán þeirra komu í útileiknum í Barcelona. Ein besta vörn heimsins réði ekkert við hann í þessum leikjum sem eru ein stærsta rósin í hans hnappagati. Halldór er þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.vísir/vilhelm „Ingólfsson er stórgóður leikmaður og við áttum í miklu basli með að stöðva hann. Bæði er hann góður skotmaður og sérlega lunkinn að finna smugur á vörninni,“ sagði Valero Rivera, þjálfari Barcelona, eftir leikina tvo. Lunkinn er kannski lýsingarorðið sem nær best yfir Halldór. Hann hafði ekki sentímetra eða kílóafjölda með sér í liði en var með frábæra skottækni og gríðarlega mikinn leiksskilning. Svo hafði hann vopnið sem alltaf beit. Galdramaður af guðs náð. Einn besti gegnumbrotsmaður sem leikið hefur á Íslandi. Hafði afburða skottækni. Hæðin hjálpaði honum hins vegar ekki en þrátt fyrir það var Halldór leikmaður sem allir þurftu að óttast. Gat unnið, og vann, marga leiki upp á sitt einsdæmi og ekki margir sem geta státað af því. Gaupi Hliðarfintan hans Halldórs klikkaði sjaldan og þótt varnarmenn vissu alltaf hvað hann væri að fara að gera slapp hann alltaf í gegn. Og fertugur var enn að smalla ökklunum á sér miklu yngri leikmönnum. Halldór átti sínar bestu stundir í rauðu Haukatreyjunni og hann eltist eins og gott rauðvín. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti
grafík/hjalti Halldór er í 3. sæti á þessum lista en tímabilið sem er hér undir spannar samt varla helminginn af ferli hans. Hann spilaði á þremur mismunandi áratugum og er þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 1.648 mörk. Aðeins Valdimar Grímsson (1.903 mörk) og Bjarki Sigurðsson (1.760 mörk) hafa skorað meira. Halldór gaf Haukum öll sín bestu ár. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari með liðinu, þrisvar sinnum bikarmeistari og fimm sinnum deildarmeistari. Fjórtán stórir titlar, takk fyrir. Halldór að búa sig undir að fara framhjá Ægi Hrafni Jónssyni.fréttablaðið Það aðdáunarverðasta við feril Halldórs er hversu lengi hann spilaði á hæsta getustigi og hversu vel hann entist. Fertugur var hann enn í nokkuð stóru hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Hauka. Og ferilinn hans toppaði eftir þrítugt. Þá byrjaði hann að raka inn titlum og vann meðal annars alla sex Íslandsmeistaratitlana sína. Þá spilaði hann líka á sínu eina stórmóti með íslenska landsliðinu, EM 2002. Bestu leiki sína á ferlinum spilaði Halldór gegn Barcelona í 3. umferð EHF-bikarsins haustið 2001, þá 33 ára. Í leikjunum tveimur skoraði hann samtals 26 mörk. Fjórtán þeirra komu í útileiknum í Barcelona. Ein besta vörn heimsins réði ekkert við hann í þessum leikjum sem eru ein stærsta rósin í hans hnappagati. Halldór er þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.vísir/vilhelm „Ingólfsson er stórgóður leikmaður og við áttum í miklu basli með að stöðva hann. Bæði er hann góður skotmaður og sérlega lunkinn að finna smugur á vörninni,“ sagði Valero Rivera, þjálfari Barcelona, eftir leikina tvo. Lunkinn er kannski lýsingarorðið sem nær best yfir Halldór. Hann hafði ekki sentímetra eða kílóafjölda með sér í liði en var með frábæra skottækni og gríðarlega mikinn leiksskilning. Svo hafði hann vopnið sem alltaf beit. Galdramaður af guðs náð. Einn besti gegnumbrotsmaður sem leikið hefur á Íslandi. Hafði afburða skottækni. Hæðin hjálpaði honum hins vegar ekki en þrátt fyrir það var Halldór leikmaður sem allir þurftu að óttast. Gat unnið, og vann, marga leiki upp á sitt einsdæmi og ekki margir sem geta státað af því. Gaupi Hliðarfintan hans Halldórs klikkaði sjaldan og þótt varnarmenn vissu alltaf hvað hann væri að fara að gera slapp hann alltaf í gegn. Og fertugur var enn að smalla ökklunum á sér miklu yngri leikmönnum. Halldór átti sínar bestu stundir í rauðu Haukatreyjunni og hann eltist eins og gott rauðvín.
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01