„Við getum verið best í heimi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2023 19:00 Vésteinn, Ásmundur Einar og Lárus Blöndal á blaðamannafundi ÍSÍ og Menntamálaráðuneytinu í Gautaborg í dag. Vísir/vilhelm Tímamótasamningur var undirritaður í Gautaborg í dag en hann er ætlaður til að styðja við bakið á afreksíþróttafólki á Íslandi. Vésteinn Hafteinsson mun flytja heim til Íslands og leiða verkefnið. „Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum ÍSÍ Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
„Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum
ÍSÍ Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira