Myndasafni Bærings í Grundarfirði komið á stafrænt form Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 21:05 Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myndasafn og myndavélar Bærings Cecilssonar í Grundarfirði vekja alltaf jafn mikla athygli en safnið og búnaðurinn er til sýnis í „Bæringsstofu“ í sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var fréttaritari í Grundarfirði til fjölda ára. Nú er unnið að því að koma öllum ljósmyndum Bærings á starfrænt form. Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira