Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 15:37 Erfitt er að segja til um hvað gengur á í kjarna jarðarinnar. Vísindamenn hafa þó sínar leiðir. Getty Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar. Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur. Vísindi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur.
Vísindi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira