Halda sektinni til streitu og segja stöðukortið falsað Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2023 10:26 Vilberg við einn sektarmiðanna en skuld hans nemur 45 þúsund krónum. Bílastæðasjóður er ófáanlegur að fella sektina niður þrátt fyrir fötlun Vilbergs. aðsend Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum. „Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel. Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel.
Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira