Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 08:14 Erdogan er enn að hóta því að halda Svíum fyrir utan Atlantshafsbandalagið. AP/Amin Durgut Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. Ummælin lét forsetinn falla á kosningafundi með ungu fólki en gengið verður til kosninga í landinu 14. maí næstkomandi og hefur forsetinn unnið að því að styrkja bakland sitt. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki Nató sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda. „Ef þið eruð staðráðin í því að ganga í Nató þá skilið þið okkur þessum hryðjuverkamönnum,“ sagði hann. Bæði Finnland og Svíþjóð hafa tekið skref til að koma til móts við Tyrki, til að mynda aflétt vopnasölubanni sem komið var á eftir að Tyrkir réðust inn í Sýrland árið 2019. Stjórnvöld í Tyrklandi eru hins vegar gríðarlega óánægð með þá ákvörðun lögreglu í Svíþjóð að heimila mótmæli þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Þá vakti það hörð viðbrögð að saksóknarar skyldu ákveða að ákæra ekki stuðningsmenn Kúrda sem hengdu líkneski af Erdogan upp á ökklunum við dómshúsið í Stokkhólmi. Finnar hafa gefið til kynna að þeir kunni að ganga inn í Nató á undan Svíum vegna þeirrar stöðu sem upp er komi í samskiptum Tyrkja og Svía. Tyrkland NATO Finnland Svíþjóð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á kosningafundi með ungu fólki en gengið verður til kosninga í landinu 14. maí næstkomandi og hefur forsetinn unnið að því að styrkja bakland sitt. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki Nató sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda. „Ef þið eruð staðráðin í því að ganga í Nató þá skilið þið okkur þessum hryðjuverkamönnum,“ sagði hann. Bæði Finnland og Svíþjóð hafa tekið skref til að koma til móts við Tyrki, til að mynda aflétt vopnasölubanni sem komið var á eftir að Tyrkir réðust inn í Sýrland árið 2019. Stjórnvöld í Tyrklandi eru hins vegar gríðarlega óánægð með þá ákvörðun lögreglu í Svíþjóð að heimila mótmæli þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Þá vakti það hörð viðbrögð að saksóknarar skyldu ákveða að ákæra ekki stuðningsmenn Kúrda sem hengdu líkneski af Erdogan upp á ökklunum við dómshúsið í Stokkhólmi. Finnar hafa gefið til kynna að þeir kunni að ganga inn í Nató á undan Svíum vegna þeirrar stöðu sem upp er komi í samskiptum Tyrkja og Svía.
Tyrkland NATO Finnland Svíþjóð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira