Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland með öflugustu orrustuflugvélum heims Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 10:00 Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins Vísir/ Egill Áttatíu manna norskt herlið auk fjögurra orustuþota af gerðinni F-35 sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlandshafsbandalagsins. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu. Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu.
Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04
130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15