Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 17:39 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Stöð 2/Arnar Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk. Ummælin, sem smálánafyrirtækið stefndi Breka og Neytendasamtökunum fyrir, voru sett fram í tölvupósti Breka til tveggja fyrirtækja sem veittu Ecommerce greiðslumiðlunarþjónustu og fólu í sér fullyrðingar um að þjónusta fyrirtækisins hefði verið úrskurðuð ólögmæt hér á landi. Í dómi sínum frá 27. september árið 2021 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk, með vísan til þess að þau væru röng og að Breki hafi ekki sett þau fram í góðri trú um sannleiksgildi þeirra: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í dómi Landsréttar segir meðal annars að ummælin rúmist innan þess frelsis sem Breki nýtur samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tíundu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Það frelsi verði að telja nokkuð rúmt í tilviki Breka og Neytendasamtakanna í ljósi hlutverks þeirra og að það vegi þyngra en réttur Ecommerce til æruverndar. Þá sé Breki ólöglærður og þrátt fyrir að ummæli hans hafi ekki verið lögfræðilega nákvæm hafi þau ekki verið úr lausu lofti gripin og lagt hafi verið til grundvallar að Breki hefði, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, viðhaft þau í góðri trú um réttmæti þeirra og verið heimilt að halda þeim fram Ecommerce var gert að greiða eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Neytendur Dómsmál Smálán Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Sjá meira
Ummælin, sem smálánafyrirtækið stefndi Breka og Neytendasamtökunum fyrir, voru sett fram í tölvupósti Breka til tveggja fyrirtækja sem veittu Ecommerce greiðslumiðlunarþjónustu og fólu í sér fullyrðingar um að þjónusta fyrirtækisins hefði verið úrskurðuð ólögmæt hér á landi. Í dómi sínum frá 27. september árið 2021 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk, með vísan til þess að þau væru röng og að Breki hafi ekki sett þau fram í góðri trú um sannleiksgildi þeirra: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í dómi Landsréttar segir meðal annars að ummælin rúmist innan þess frelsis sem Breki nýtur samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tíundu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Það frelsi verði að telja nokkuð rúmt í tilviki Breka og Neytendasamtakanna í ljósi hlutverks þeirra og að það vegi þyngra en réttur Ecommerce til æruverndar. Þá sé Breki ólöglærður og þrátt fyrir að ummæli hans hafi ekki verið lögfræðilega nákvæm hafi þau ekki verið úr lausu lofti gripin og lagt hafi verið til grundvallar að Breki hefði, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, viðhaft þau í góðri trú um réttmæti þeirra og verið heimilt að halda þeim fram Ecommerce var gert að greiða eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Dómsmál Smálán Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Sjá meira