„Virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mikill“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 20:30 Martin Hermannsson er loksins farinn að æfa á ný eftir löng og erfið meiðsli. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, Martin Hermannsson, er loksins farinn að æfa á nýjan leik en hann sleit krossband í hné fyrir átta mánuðum síðan. „Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
„Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira