Dæmdir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 09:10 Árásin átti sér stað á Selfossi. Vísir/Arnar Tveir karlmenn voru í lok janúar dæmdir í fangelsi og til að greiða miskabætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember árið 2020. Mennirnir tveir réðust þá að þriðja manni og börðu. Árásin átti sér stað í bílskúr á Selfossi 8. nóvember árið 2020. Þá voru árásarmennirnir og fórnarlambið í samkvæmi í bílskúr. Fórnarlambið var þá laminn í hausinn með flösku, tekinn hálstaki og dreginn inn í herbergi inn af skúrnum. Þar var hann laminn í höfuðið með hamri og missti við það meðvitund. Vitni sögðu fyrir dómi að fórnarlambið hafi stuttu fyrir árásina verið að rífast við annan árásarmannanna í síma. Skömmu eftir að símtalinu lauk hafi tveir grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á fórnarlambið. Í skýrslutöku kvaðst annar árásarmannanna ekki muna vel eftir atvikum en mundi þó að til átaka hefði komið milli hans og brotaþola. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa ráðist á manninn en mundi ekki eftir því að hafa beitt hamri við árásina. Mennirnir breyttu afstöðu sinni við upphaf aðalmeðferðar í október á síðasta ári. Þá viðurkenndi annar árásarmannanna að hafa veist að fórnarlambinu, slegið hann í nokkur skipti í höfuð og líkama með krepptum hnefa og einu sinni slegið hann með glerflösku. Hann neitaði hins vegar að hafa sparkað í fórnarlambið og að hafa slegið hann með hamri. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa tekið fórnarlambið hálstaki sem og hafa slegið hann í líkama og höfuð með krepptum hnefa. Hann neitaði hins vegar að hafa slegið fórnarlambið með glerflösku eða hamri eða hafa sparkað í líkama fórnarlambsins. Báðir mennirnir samþykktu bótakröfur fórnarlambsins. Annar mannanna hafði tvisvar verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og minniháttar líkamsárás. Var honum því dæmdur hegningarauki. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Sameiginlega greiða þeir fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Árásin átti sér stað í bílskúr á Selfossi 8. nóvember árið 2020. Þá voru árásarmennirnir og fórnarlambið í samkvæmi í bílskúr. Fórnarlambið var þá laminn í hausinn með flösku, tekinn hálstaki og dreginn inn í herbergi inn af skúrnum. Þar var hann laminn í höfuðið með hamri og missti við það meðvitund. Vitni sögðu fyrir dómi að fórnarlambið hafi stuttu fyrir árásina verið að rífast við annan árásarmannanna í síma. Skömmu eftir að símtalinu lauk hafi tveir grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á fórnarlambið. Í skýrslutöku kvaðst annar árásarmannanna ekki muna vel eftir atvikum en mundi þó að til átaka hefði komið milli hans og brotaþola. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa ráðist á manninn en mundi ekki eftir því að hafa beitt hamri við árásina. Mennirnir breyttu afstöðu sinni við upphaf aðalmeðferðar í október á síðasta ári. Þá viðurkenndi annar árásarmannanna að hafa veist að fórnarlambinu, slegið hann í nokkur skipti í höfuð og líkama með krepptum hnefa og einu sinni slegið hann með glerflösku. Hann neitaði hins vegar að hafa sparkað í fórnarlambið og að hafa slegið hann með hamri. Hinn árásarmaðurinn játaði að hafa tekið fórnarlambið hálstaki sem og hafa slegið hann í líkama og höfuð með krepptum hnefa. Hann neitaði hins vegar að hafa slegið fórnarlambið með glerflösku eða hamri eða hafa sparkað í líkama fórnarlambsins. Báðir mennirnir samþykktu bótakröfur fórnarlambsins. Annar mannanna hafði tvisvar verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og minniháttar líkamsárás. Var honum því dæmdur hegningarauki. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Sameiginlega greiða þeir fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira