Treysta sér ekki til að drekka kranavatn á slökkvistöðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:51 Í hluta húsnæðis slökkviliðs Borgarbyggðar í Borgarnesi er mygla. Vísir Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns. Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns.
Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira