Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2023 11:59 Þegar Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, sendi frá sér greinargerð sína um Lindarhvol var það meðal annars til Bjarna Benediktssonar þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra. Bjarni var hins vegar í sumarleyfi, honum var gert viðvart um sendinguna en bar sig ekki eftir því að skoða hvorki bréfið frá Sigurði né greinargerðina sjálfa, að sögn aðstoðarmanns hans. vísir/vilhelm Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01