Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2023 19:00 Dr. Erla Björnsdóttir hjá Betri svefn mætti í Bakaríið á Bylgjunni og ræddi um niðurstöður síðustu könnunar Makamála þar sem lesendur voru spurðir út í hrotur maka. Vísir/Vilhelm „Hrotur eru líklega meira vandamál en fólk gerir sér grein fyrir og miklu algengara en fólk heldur að pör sofi í sitthvoru lagi, ekki saman í herbergi. En það virðist vera viðkvæmt að ræða það og mikið tabú,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir í samtali við Makamál. Erla, sem er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum, hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. Hún svaraði nokkrum spurningum varðandi niðurstöður síðustu könnunar Makamála, Eru hrotur maka vandamál í sambandinu? Mikill meirihluti kvenna segir hrotur maka vandamál í sambandinu Hún segir það vel þekkt að hrotur geti haft slæm áhrif á báða aðila, makann og ekki síst þann sem hrýtur. Það gefur augaleið að þegar það er regluleg truflun eða röskun á svefni fólks þá er það vandamál. Fólk nær ekki almennilega að hvílast, nær ekki nægum djúpsvefni og er jafnvel dauðþreytt þegar það vaknar. Rúmlega þrettán hundruð manns svöruðu könnuninni sem var kynjaskipt en sem dæmi smá sjá þó nokkurn mun á svörum karla og kvenna. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta viðtalið við Erlu í heild sinni. Hér svara 82% kvenna því að hrotur séu einhverskonar vandamál í sambandinu samanborið við 55% karla. Nákvæmari niðurstöður er hægt að sjá hér fyrir neðan: Niðurstöður* KONUR: Já, þurfum að sofa í sitthvoru herberginu - 19%Já, hefur slæm áhrif á svefn minn en sofum í sama herbergi - 46%Já, en lítið vandamál - 17%Nei - 18% KARLAR: Já, þurfum að sofa í sitthvoru herberginu - 13%Já, hefur slæm áhrif á svefn minn en sofum í sama herbergi - 22%Já, en lítið vandamál - 20%Nei - 45% KVÁR: Já, þurfum að sofa í sitthvoru herberginu - 34%Já, hefur slæm áhrif á svefn minn en sofum í sama herbergi - 16%Já, en lítið vandamál - 16%Nei - 34% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Konur skammist sín meira fyrir að hrjóta Þó svo að algengara sé að hrotur karla séu meira vandamál segir Erla það mikinn misskilning að hrotur séu ekki vandamál hjá konum. Að konur hrjóti yfirleitt ekki. Það er eins og það sé meira tabú að tala um að konur hrjóti, eins og þær skammist sín jafnvel meira fyrir það, eða kannski viti það síður. Gæti verið að hluti af ástæðunni sé sú að það þyki ekki mjög kvenlegt að hrjóta. Aðspurð hvað það sé sem orsaki þennan óæskilega og óvelkomna nætur búksöng, segir Erla: „Það eru margir og ólíkir þættir sem geta haft áhrif sem nauðsynlegt er að skoða. Oft getur þetta verið lífstílstengt.“ Það er til dæmis vitað að þyngd hefur áhrif en hrotur eru algengari hjá þyngra fólki. Áfengisneysla, stress og langvarandi streita hafa líka mikið að segja en þegar við erum of þreytt þegar við förum að sofa er miklu líklegra að við hrjótum. „Svo geta þetta líka verið aðrir líffræðilegir hlutir eins og þrengsli í loftvegi, beinabygging í nefi, skekkja í miðnesi eða of stór úfur.“ Kæfisvefn segir hún líka geta verið stóra orsök en hann er einmitt mun algengari hjá körlum. Getty Háar og langvarandi hrotur geti valdið heyrnarskaða Ef hrotur maka eru háar og langvarandi, segir Erla að rannsóknir hafi sýnt fram á heyrnaskaða, á því eyra sem snýr að manneskjunni sem hrýtur. „Þetta getur því alveg verið alvarlegt og fólk ætti ekki að halda aftur af sér að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingum. Hvort sem það er háls-, nef- og eyrnalæknir eða svefnráðgjafar. Það er því miður alltof algengt að fólk haldi að það sé ekkert hægt að gera í þessu. En er það alltaf hægt? Að gera eitthvað í þessu, er hægt að minnka eða meðhöndla öll tilvik? „Þegar þetta er lífstílstengt er það sannarlega hægt og þá er einmitt mikilvægt að fá ráð og rétta greiningu. Í einhverjum tilvikum getur þetta meira að segja verið vangreint ofnæmi sem að fólk veit ekki að það hefur.“ Þarf ekki að vera slæmt fyrir sambandið að sofa í sitt hvoru herberginu Einnig segir Erla að hægt sé að fara í aðgerðir ef orsökin eru af líffræðilegum toga, eins og of stór úfur sem dæmi. En í þeim tilvikum sem þetta eru mjög háværar hrotur og búið að reyna að gera allt, þá er alltaf sú lausn að pör sofi í sitthvoru herberginu. Það þarf ekkert að vera slæmt fyrir sambandið. „Það er hægt að kúra og vera náin og svo bara sofa í sitthvoru lagi. Það hlýtur að vera miklu betra fyrir sambandið að fólk nái að hvílast heldur en að þrjóskast við að sofa lítið sem ekkert í sama herbergi,“ segir Erla að lokum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bylgjan Bakaríið Svefn Spurning vikunnar Ástin og lífið Heilsa Tengdar fréttir Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis út í hrotur og hversu mikið vandamál hrotur maka geta verið í sambandinu. 11. febrúar 2023 09:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Erla, sem er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum, hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. Hún svaraði nokkrum spurningum varðandi niðurstöður síðustu könnunar Makamála, Eru hrotur maka vandamál í sambandinu? Mikill meirihluti kvenna segir hrotur maka vandamál í sambandinu Hún segir það vel þekkt að hrotur geti haft slæm áhrif á báða aðila, makann og ekki síst þann sem hrýtur. Það gefur augaleið að þegar það er regluleg truflun eða röskun á svefni fólks þá er það vandamál. Fólk nær ekki almennilega að hvílast, nær ekki nægum djúpsvefni og er jafnvel dauðþreytt þegar það vaknar. Rúmlega þrettán hundruð manns svöruðu könnuninni sem var kynjaskipt en sem dæmi smá sjá þó nokkurn mun á svörum karla og kvenna. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta viðtalið við Erlu í heild sinni. Hér svara 82% kvenna því að hrotur séu einhverskonar vandamál í sambandinu samanborið við 55% karla. Nákvæmari niðurstöður er hægt að sjá hér fyrir neðan: Niðurstöður* KONUR: Já, þurfum að sofa í sitthvoru herberginu - 19%Já, hefur slæm áhrif á svefn minn en sofum í sama herbergi - 46%Já, en lítið vandamál - 17%Nei - 18% KARLAR: Já, þurfum að sofa í sitthvoru herberginu - 13%Já, hefur slæm áhrif á svefn minn en sofum í sama herbergi - 22%Já, en lítið vandamál - 20%Nei - 45% KVÁR: Já, þurfum að sofa í sitthvoru herberginu - 34%Já, hefur slæm áhrif á svefn minn en sofum í sama herbergi - 16%Já, en lítið vandamál - 16%Nei - 34% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Konur skammist sín meira fyrir að hrjóta Þó svo að algengara sé að hrotur karla séu meira vandamál segir Erla það mikinn misskilning að hrotur séu ekki vandamál hjá konum. Að konur hrjóti yfirleitt ekki. Það er eins og það sé meira tabú að tala um að konur hrjóti, eins og þær skammist sín jafnvel meira fyrir það, eða kannski viti það síður. Gæti verið að hluti af ástæðunni sé sú að það þyki ekki mjög kvenlegt að hrjóta. Aðspurð hvað það sé sem orsaki þennan óæskilega og óvelkomna nætur búksöng, segir Erla: „Það eru margir og ólíkir þættir sem geta haft áhrif sem nauðsynlegt er að skoða. Oft getur þetta verið lífstílstengt.“ Það er til dæmis vitað að þyngd hefur áhrif en hrotur eru algengari hjá þyngra fólki. Áfengisneysla, stress og langvarandi streita hafa líka mikið að segja en þegar við erum of þreytt þegar við förum að sofa er miklu líklegra að við hrjótum. „Svo geta þetta líka verið aðrir líffræðilegir hlutir eins og þrengsli í loftvegi, beinabygging í nefi, skekkja í miðnesi eða of stór úfur.“ Kæfisvefn segir hún líka geta verið stóra orsök en hann er einmitt mun algengari hjá körlum. Getty Háar og langvarandi hrotur geti valdið heyrnarskaða Ef hrotur maka eru háar og langvarandi, segir Erla að rannsóknir hafi sýnt fram á heyrnaskaða, á því eyra sem snýr að manneskjunni sem hrýtur. „Þetta getur því alveg verið alvarlegt og fólk ætti ekki að halda aftur af sér að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingum. Hvort sem það er háls-, nef- og eyrnalæknir eða svefnráðgjafar. Það er því miður alltof algengt að fólk haldi að það sé ekkert hægt að gera í þessu. En er það alltaf hægt? Að gera eitthvað í þessu, er hægt að minnka eða meðhöndla öll tilvik? „Þegar þetta er lífstílstengt er það sannarlega hægt og þá er einmitt mikilvægt að fá ráð og rétta greiningu. Í einhverjum tilvikum getur þetta meira að segja verið vangreint ofnæmi sem að fólk veit ekki að það hefur.“ Þarf ekki að vera slæmt fyrir sambandið að sofa í sitt hvoru herberginu Einnig segir Erla að hægt sé að fara í aðgerðir ef orsökin eru af líffræðilegum toga, eins og of stór úfur sem dæmi. En í þeim tilvikum sem þetta eru mjög háværar hrotur og búið að reyna að gera allt, þá er alltaf sú lausn að pör sofi í sitthvoru herberginu. Það þarf ekkert að vera slæmt fyrir sambandið. „Það er hægt að kúra og vera náin og svo bara sofa í sitthvoru lagi. Það hlýtur að vera miklu betra fyrir sambandið að fólk nái að hvílast heldur en að þrjóskast við að sofa lítið sem ekkert í sama herbergi,“ segir Erla að lokum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bylgjan Bakaríið Svefn Spurning vikunnar Ástin og lífið Heilsa Tengdar fréttir Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis út í hrotur og hversu mikið vandamál hrotur maka geta verið í sambandinu. 11. febrúar 2023 09:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis út í hrotur og hversu mikið vandamál hrotur maka geta verið í sambandinu. 11. febrúar 2023 09:00