Íbúar miður sín: Stórhætta skapaðist af friðuðum trjám sem nauðsynlegt reyndist að fella Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 21:37 Ólafur Egill Egilsson er miður sín vegna þess að fella þurfti tvö hundrað ára reynitré í hverfinu hans í dag. Fella þurfti tvö friðuð reynitré í Reykjavík í dag þar sem rótarkerfi þeirra voru ónýt eftir framkvæmdir. Íbúi er miður sín yfir brotthvarfi trjánna en verktaki sem fjarlægði þau segir að skapast hafi stórhætta af þeim. Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira