Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2023 10:33 Frá löndun íslenska hvalkjötsins í Japan í vikunni. Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum. Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum.
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42