Mecole Hardman Jr. leikur fyrir Kansas City Chiefs sem á fyrir höndum úrslitaleikinn í amerískum fótbolta í kvöld þar sem keppt verður um hina einu sönnu Ofurskál (e. Superbowl).
Chariah Gordon, kærasta kappans, ber barn þeirra undir belti og eins og Hardman sjálfur sagði frá á Twitter reikningi sínum virðist fæðingin vera á allra næsta leyti.
OMG HER WATER BROKE
— Mecole Hardman Jr. (@MecoleHardman4) February 12, 2023
Hardman mun ekki taka þátt í leiknum vegna meiðsla en verður líklega með sjónvarpið í gangi á fæðingardeildinni.
Leikurinn um Ofurskálina hefst klukkan 23:30 og hefst upphitun Stöðvar 2 Sport klukkan 21:00