Umfjöllun og myndir: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2023 21:40 Vísir/Hulda Margrét Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. Björgvin Páll Gústavsson er einn sá allra besti í heiminum að kasta boltanum hratt á miðjuna. Björgvin er einnig afar fær í að skora yfir allan völlinn og eru þessir tveir hlutir afar mikilvægir í leikstíl Vals. Það var því afar óhentugt að Björgvin Páll hafi fengið skurð á hægri höndina í síðasta leik gegn KA. Það var hins vegar ekki að hafa mikil áhrif á Björgvin þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk. Björgvin Páll varði 13 skot í kvöld og skoraði 2 mörkVísir/Hulda Margrét Valur lenti í miklu mótlæti í fyrri hálfleik. Benidorm tók frumkvæðið og komst fjórum mörkum yfir 3-7. Sóknarleikur Vals var afar lengi í gang og Valur skoraði aðeins fimm mörk á 17 mínútum sem er staða sem Valsmenn þekkja varla. Það var ekkert gefið eftir í Origo-höllinni í kvöldVísir/Hulda Margrét Þegar tæplega 21 mínúta var liðin af leiknum fékk Alexander Júlíusson beint rautt spjald líkt og gegn Benidorm í fyrri leiknum á Spáni. Að mati dómarana gaf Alexander olnbogaskot en það er ansi vafasamt. Valur þjappaði sér saman við þetta mótlæti. Heimamenn náðu að refsa Benidorm fyrir að spila einum fleiri og skoruðu í autt markið, vörnin small og Valur geislaði af sjálfstrausti á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra í kvöldVísir/Hulda Margrét Benidorm byrjaði síðari hálfleik vel og minnkaði forskot Vals niður í eitt mark. Í stöðunni 20-19 hrundi Benidorm eins og spilaborg. Valur splundraði 7 á 6 leikstíl gestanna og komst sjö mörkum yfir 27-20 þegar tæplega 16 mínútur voru eftir. Ramiro Martinez var sjóðandi heitur en þrátt fyrir að hafa skorað átta mörk úr jafn mörgum skotum var hann tekinn útaf. Björgvin Páll var ánægður með það því hann varði tvö skot í röð frá Adrian Sanchez Cortina sem kom í hans stað. Martinez kom síðan aftur inn á og þá var Björgvin búinn að finna út úr því hvernig það ætti að lesa hann og varði tvo bolta frá honum. Magnús Óli og Aron Dagur skoruðu samanlagt tíu mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Magnú Óli Magnússon geislaði af sjálfstrausti í kvöld og á tímabili var hann með félagið í bakpoka. Magnús Óli var markahæstur með níu mörk og átti tilþrif kvöldsins þegar hann vippaði ansi skrautlega yfir Roberto Rodríguez Lario. Valur vann að lokum sannfærandi sex marka sigur 35-29. Næsti leikur Vals í Evrópukeppninni er gegn PAUC í Origo-höllinni og vonandi mæta sem flestir því það hefur sannað sig hversu mikilvægur stuðningurinn er. Valsmenn fögnuðu sigrinumVísir/Hulda Margrét Valur Evrópudeild karla í handbolta
Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. Björgvin Páll Gústavsson er einn sá allra besti í heiminum að kasta boltanum hratt á miðjuna. Björgvin er einnig afar fær í að skora yfir allan völlinn og eru þessir tveir hlutir afar mikilvægir í leikstíl Vals. Það var því afar óhentugt að Björgvin Páll hafi fengið skurð á hægri höndina í síðasta leik gegn KA. Það var hins vegar ekki að hafa mikil áhrif á Björgvin þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk. Björgvin Páll varði 13 skot í kvöld og skoraði 2 mörkVísir/Hulda Margrét Valur lenti í miklu mótlæti í fyrri hálfleik. Benidorm tók frumkvæðið og komst fjórum mörkum yfir 3-7. Sóknarleikur Vals var afar lengi í gang og Valur skoraði aðeins fimm mörk á 17 mínútum sem er staða sem Valsmenn þekkja varla. Það var ekkert gefið eftir í Origo-höllinni í kvöldVísir/Hulda Margrét Þegar tæplega 21 mínúta var liðin af leiknum fékk Alexander Júlíusson beint rautt spjald líkt og gegn Benidorm í fyrri leiknum á Spáni. Að mati dómarana gaf Alexander olnbogaskot en það er ansi vafasamt. Valur þjappaði sér saman við þetta mótlæti. Heimamenn náðu að refsa Benidorm fyrir að spila einum fleiri og skoruðu í autt markið, vörnin small og Valur geislaði af sjálfstrausti á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra í kvöldVísir/Hulda Margrét Benidorm byrjaði síðari hálfleik vel og minnkaði forskot Vals niður í eitt mark. Í stöðunni 20-19 hrundi Benidorm eins og spilaborg. Valur splundraði 7 á 6 leikstíl gestanna og komst sjö mörkum yfir 27-20 þegar tæplega 16 mínútur voru eftir. Ramiro Martinez var sjóðandi heitur en þrátt fyrir að hafa skorað átta mörk úr jafn mörgum skotum var hann tekinn útaf. Björgvin Páll var ánægður með það því hann varði tvö skot í röð frá Adrian Sanchez Cortina sem kom í hans stað. Martinez kom síðan aftur inn á og þá var Björgvin búinn að finna út úr því hvernig það ætti að lesa hann og varði tvo bolta frá honum. Magnús Óli og Aron Dagur skoruðu samanlagt tíu mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Magnú Óli Magnússon geislaði af sjálfstrausti í kvöld og á tímabili var hann með félagið í bakpoka. Magnús Óli var markahæstur með níu mörk og átti tilþrif kvöldsins þegar hann vippaði ansi skrautlega yfir Roberto Rodríguez Lario. Valur vann að lokum sannfærandi sex marka sigur 35-29. Næsti leikur Vals í Evrópukeppninni er gegn PAUC í Origo-höllinni og vonandi mæta sem flestir því það hefur sannað sig hversu mikilvægur stuðningurinn er. Valsmenn fögnuðu sigrinumVísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik