Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 12:07 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. Bensínstöðvar N1 í Skógarlind, á Vallarheiði og á Flúðum eru nú lokaðar vegna verkfallsins. „Þær eru nánast tómar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í samtali við fréttastofu. „Við erum að fyrirbyggja það að þær verði ekki galtómar þannig að fólk fari ekki að dæla lofti. Við erum með svona skilgreiningu sem heitir „low low“ sem við höfum ekki þurft að nota í 30 ár eða eitthvað álíka. Við förum ekki niður fyrir það því við viljum ekki tæma tankana okkar niður í loft til að gera það að verkum að það sé einfaldara að fylla á þá þegar þetta leysist.“ „Hér glóa allar línur“ Mikið er að gera hjá fyrirtækinu þessa stundina enda hófst verkfallið á hádegi í dag. „Það eru bara allar hendur á dekki. Hér glóa allar línur,“ segir Hinrik og bendir á hversu marga viðskiptavini fyrirtækið þjónustar. „Á hverju einasta ári erum við í viðskiptum við hátt í átta þúsund fyrirtæki. Við erum með á níunda tug eldsneytisstöðva sem eru opnar almenningi um allt land. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið erum við með um það bil 75 stöðvar sem við erum að fylla á. Þannig þetta eru margir munnar sem við erum að reyna að fæða hérna á örskömmum tíma.“ N1 uppfærir heimasíðuna sína reglulega með upplýsingum um stöðuna á bensínstöðvunum sínum.N1 Hinrik ítrekar mikilvægi þess að koma upplýsingum vegna verkfallsins til viðskiptavina. „Lykillinn í þessu máli er upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar, bæði einstaklinga og fyrirtækja,“ segir hann. „Heimasíðan okkar er uppfærð reglulega, örugglega á hálftíma fresti. Um leið og fréttir berast þá uppfærum við heimasíðuna okkar.“ Ekki skýrt hvernig á að þjónusta aðila með undanþágu Samþykktar undanþágubeiðnir frá fjölmörgum aðilum berast nú á borðið hjá fyrirtækinu. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig við eigum að sinna þeim hópi,“ segir hann. Enn er þó ekki alveg skýrt hvernig það verður gert og því kallaði N1 eftir frekari upplýsingum frá Eflingu í morgun. „Til að mynda björgunarsveitir, lögregla og slíkir aðilar eru komnir með undanþágur en við viljum hafa skýra línu frá Eflingu hvernig við eigum svo að þjónusta þá. Því auðvitað þarf að koma eldsneyti á tankana okkar og við þurfum svo að geta afgreitt þá. Þannig það þarf að fínstilla þetta en það eru allir örugglega að reyna að gera sitt besta í þessu og brjálað að gera hjá öllum, þannig þetta vonandi skýrist í dag.“ Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif á þau fyrirtæki sem ekki fá undanþágu frá Eflingu: „Það eru ferðaþjónustuaðilar sem óttast að koma ekki fólkinu sínu til baka frá Gullfossi og Geysi. Þannig þetta er bara rosalega víðfeðmt og hringurinn okkar er gríðarlega stór. Við erum bara með allar hendur á dekki að reyna að gera hvað við getum, þjónusta kúnnana okkar eins vel og við getum.“ Ekki hægt að gera meira í bili Hinrik vonar að verkfallið verði ekki langt. „En við erum að sjálfsögðu að búa okkur undir það að þetta vari í einhvern tíma,“ segir hann. „Klukkan er að detta í tólf og núna eru væntanlega allir olíubílstjórar landsins á leiðinni til baka, hættir að dæla eldsneyti. Þannig meira getum við ekki gert í bili. Núna verðum við bara að vonast til þess að allir viðskiptavinir okkar hafi undirbúið sig fyrir þessa daga sem eru að renna upp hérna hjá okkur.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Bensínstöðvar N1 í Skógarlind, á Vallarheiði og á Flúðum eru nú lokaðar vegna verkfallsins. „Þær eru nánast tómar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, í samtali við fréttastofu. „Við erum að fyrirbyggja það að þær verði ekki galtómar þannig að fólk fari ekki að dæla lofti. Við erum með svona skilgreiningu sem heitir „low low“ sem við höfum ekki þurft að nota í 30 ár eða eitthvað álíka. Við förum ekki niður fyrir það því við viljum ekki tæma tankana okkar niður í loft til að gera það að verkum að það sé einfaldara að fylla á þá þegar þetta leysist.“ „Hér glóa allar línur“ Mikið er að gera hjá fyrirtækinu þessa stundina enda hófst verkfallið á hádegi í dag. „Það eru bara allar hendur á dekki. Hér glóa allar línur,“ segir Hinrik og bendir á hversu marga viðskiptavini fyrirtækið þjónustar. „Á hverju einasta ári erum við í viðskiptum við hátt í átta þúsund fyrirtæki. Við erum með á níunda tug eldsneytisstöðva sem eru opnar almenningi um allt land. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið erum við með um það bil 75 stöðvar sem við erum að fylla á. Þannig þetta eru margir munnar sem við erum að reyna að fæða hérna á örskömmum tíma.“ N1 uppfærir heimasíðuna sína reglulega með upplýsingum um stöðuna á bensínstöðvunum sínum.N1 Hinrik ítrekar mikilvægi þess að koma upplýsingum vegna verkfallsins til viðskiptavina. „Lykillinn í þessu máli er upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar, bæði einstaklinga og fyrirtækja,“ segir hann. „Heimasíðan okkar er uppfærð reglulega, örugglega á hálftíma fresti. Um leið og fréttir berast þá uppfærum við heimasíðuna okkar.“ Ekki skýrt hvernig á að þjónusta aðila með undanþágu Samþykktar undanþágubeiðnir frá fjölmörgum aðilum berast nú á borðið hjá fyrirtækinu. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig við eigum að sinna þeim hópi,“ segir hann. Enn er þó ekki alveg skýrt hvernig það verður gert og því kallaði N1 eftir frekari upplýsingum frá Eflingu í morgun. „Til að mynda björgunarsveitir, lögregla og slíkir aðilar eru komnir með undanþágur en við viljum hafa skýra línu frá Eflingu hvernig við eigum svo að þjónusta þá. Því auðvitað þarf að koma eldsneyti á tankana okkar og við þurfum svo að geta afgreitt þá. Þannig það þarf að fínstilla þetta en það eru allir örugglega að reyna að gera sitt besta í þessu og brjálað að gera hjá öllum, þannig þetta vonandi skýrist í dag.“ Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif á þau fyrirtæki sem ekki fá undanþágu frá Eflingu: „Það eru ferðaþjónustuaðilar sem óttast að koma ekki fólkinu sínu til baka frá Gullfossi og Geysi. Þannig þetta er bara rosalega víðfeðmt og hringurinn okkar er gríðarlega stór. Við erum bara með allar hendur á dekki að reyna að gera hvað við getum, þjónusta kúnnana okkar eins vel og við getum.“ Ekki hægt að gera meira í bili Hinrik vonar að verkfallið verði ekki langt. „En við erum að sjálfsögðu að búa okkur undir það að þetta vari í einhvern tíma,“ segir hann. „Klukkan er að detta í tólf og núna eru væntanlega allir olíubílstjórar landsins á leiðinni til baka, hættir að dæla eldsneyti. Þannig meira getum við ekki gert í bili. Núna verðum við bara að vonast til þess að allir viðskiptavinir okkar hafi undirbúið sig fyrir þessa daga sem eru að renna upp hérna hjá okkur.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira