Umsvifa- og áhrifamikill undirróðurshópur afhjúpaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 12:46 Tal Hanan segist blásaklaus. Skjáskot Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna. Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira