Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 21:10 Háskóli Íslands Vísir/Vilhelm Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“ Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“
Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira