Tala látinna komin í 45 þúsund Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2023 08:05 Hakan Yasinoglu er einn þeirra þriggja sem bjargað var úr rústum í Tyrklandi í gær. Hann hafði þraukað í 248 klukkstundir í rústunum. Mustafa Yilmaz/Getty Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira