„Á ekki von á að við fáum fleiri stig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 14:01 HK hefur aðeins unnið einn leik í vetur. Vísir/Vilhelm Meiðsli hafa gert HK erfitt fyrir í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Fall blasir við ungu liði. Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira