Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2023 07:38 Tommy Fury varð í gær fyrstur til að sigra Jake Paul í hnefaleikahringnum. Getty/Mohammed Saad Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann. Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann.
Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira