Um var að ræða vél sem var á leið til Heathrow flugvallar í London. Vélin lagði af stað klukkan 16:38 og átti að lenda í London klukkan 19:30. Henni var hins vegar snúið við þegar hún var komin um hálfa leið til meginlandsins.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að töluverður viðbúnaður hafi verið á Keflavíkurflugvelli. Vélin er nú lent á vellinum, heilu og höldnu.
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að þegar um klukkustund var liðin síðan vélin fór á loft hafi komið villumelding. Flugmennirnir hafi þá tekið þá ákvörðun að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík. Þar gekk lending eðlilega fyrir sig og munu flugvirkjar nú fara yfir vélina.
Fréttin hefur verið uppfærð.