„Sóknarlega var alveg vitað að þetta gæti orðið strembið en ég held mig líka við það að ég held að við séum með tiltölulega fáa tæknifeila. Við höldum alveg í boltann og því um líkt en það gefur augaleið að það er ekki alveg sama tempó á hlutunum þegar við erum að spila með rétthentan. Ég er mjög ánægður samt sem áður hvernig liðið tæklaði þetta.“
FH-ingar komu sér nokkrum sinnum í tveggja til þriggja marka forystu í leiknum og náðu ekki að halda henni. Sigursteinn segir að í Hafnarfjarðarslagnum séu þrjú mörk ekki neitt.
„Þetta er bara FH-Haukar, þetta gerist alltaf. Þrjú mörk er ekkert og svona hoppa þessi leikir fram og til baka. Við höfum séð þetta áður er það ekki.“
FH-ingar eru að spila með rétthentan fyrir utan og þarf að pússa sóknarleikinn hjá þeim betur fyrir næsta leik.
„Við erum alltaf að leitast eftir stöðugleika. Ég vill sjá aftur góðan varnarleik og svo þurfum við að halda áfram að fínpússa sóknarleikinn með rétthentan fyrir utan, við vinnum í því. Það er lítill tími í næsta leik, hann er á fimmtudaginn, þannig þetta snýst um það að safna kröftum og sjá til þess að mæta ferskir.“