Björtustu reikistjörnurnar í nánu samneyti í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2023 15:55 Samstaða Venusar og Júpíters gæti litið svona út rétt fyrir klukkan 21:00 í kvöld. Stjörnufræðivefurinn Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun. Reikistjörnurnar tvær döðruðu við tunglið í byrjun síðustu viku og voru þá hvor sínu megin við vaxandi mánasigð, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Parið verður sérstaklega nálægt hvor öðru í svokallaðri samstöðu á himinum í kvöld. Um er að gera fyrir áhugasama að njóta Júpíters á meðan þeir geta. Hann lækkar á lofti og hverfur sjónum frá Íslandi í seinni hluta þessa mánaðar. Venus verður aftur á móti kvöldstjarna fram á mitt sumar þar til hún hverfur inn í sumarbirtuna. Í apríl verður meðal annars hægt að sjá reikistjörnuna skammt frá Sjöstirninu svonefnda með handsjónauka. Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og næstbjartasta fyrirbærið á himinum á eftir Venusi ef sólin og tunglið eru ekki talin með. Hægt er að sjá fjögur stærstu tungl Júpíters, Galíleótunglin svonefndu, með handsjónauka eða litlum stjörnusjónauka. Venus er næsta reikistjarnan við jörðina ef miðað er við sporbrautir þeirra beggja. Plánetan er um það bil á stærð við jörðina. Það er þó ekki aðeins hlutfallsleg nálægðin sem gerir Venus svo bjarta á næturhimninum. Reikistjarnan er hulin þykkum lofthjúpi sem er fyrst og fremst úr koltvísýringi. Hann endurvarpar meirihluta sólarljóss sem fellur á hann. Geimurinn Júpíter Venus Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Reikistjörnurnar tvær döðruðu við tunglið í byrjun síðustu viku og voru þá hvor sínu megin við vaxandi mánasigð, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Parið verður sérstaklega nálægt hvor öðru í svokallaðri samstöðu á himinum í kvöld. Um er að gera fyrir áhugasama að njóta Júpíters á meðan þeir geta. Hann lækkar á lofti og hverfur sjónum frá Íslandi í seinni hluta þessa mánaðar. Venus verður aftur á móti kvöldstjarna fram á mitt sumar þar til hún hverfur inn í sumarbirtuna. Í apríl verður meðal annars hægt að sjá reikistjörnuna skammt frá Sjöstirninu svonefnda með handsjónauka. Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og næstbjartasta fyrirbærið á himinum á eftir Venusi ef sólin og tunglið eru ekki talin með. Hægt er að sjá fjögur stærstu tungl Júpíters, Galíleótunglin svonefndu, með handsjónauka eða litlum stjörnusjónauka. Venus er næsta reikistjarnan við jörðina ef miðað er við sporbrautir þeirra beggja. Plánetan er um það bil á stærð við jörðina. Það er þó ekki aðeins hlutfallsleg nálægðin sem gerir Venus svo bjarta á næturhimninum. Reikistjarnan er hulin þykkum lofthjúpi sem er fyrst og fremst úr koltvísýringi. Hann endurvarpar meirihluta sólarljóss sem fellur á hann.
Geimurinn Júpíter Venus Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira