Sögutími í SB: Passaðu þig í upphitunarfótboltanum á næstu æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 10:01 Birkir Ívar Guðmundsson var skapmikill markvörður og hann komst líka langt á skapinu. Hann gleymdi heldur engu eins og sannast á þessari sögu. Getty/Stuart Franklin Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar. Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða