„Það þarf góða eiginkonu til að bakka mann upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 11:01 Þorgeir Haraldsson ræðir hér við Svövu Kristínu Gretarsdóttur um tímamótin. Vísir/Sigurjón Þorgeir Haraldsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar Hauka, viðurkennir að síðustu ár hafi hann verið farinn að leita eftir arftaka sínum. Þorgeir hætti sem formaður handknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi hennar á dögunum en Þorgeir hafði gengt stöðu formanns í meira en þrjá áratugi en síðan hann var fyrst kjörinn formaður 1981. Þorgeir hafði þá verið í stjórn frá 1973. Vísir/Sigurjón Þorgeir á keppnis- og stjórnunarferil sem spannar í rúmlega hálfa öld á vettvangi deildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka. Hann var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari bæði meistaraflokka karla og kvenna, stjórnarmaður og formaður handknattleiksdeildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka auk nefndarstarfa á vegum Hauka og víðar. Búinn að vinna í þessu í svolítinn tíma Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Þorgeir um tímamótin og ákvörðunina um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var að leita að eftirmanni sínum og fann hann í Þorkatli Magnússyni. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu í svolítinn tíma. Það er í þessu eins og í mörgu öðru sem er viðkvæmt segi ég. Það þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við. Þetta þurfa að vera algjörlega gegnheilir Haukamenn sem koma hérna inn. Það er ekki hægt annað því það er svo mikil þekking hérna fyrir,“ sagði Þorgeir Haraldsson. Ásgeir Örn var krónprinsinn „Ásgeir Örn (Hallgrímsson) var krónprinsinn á sínum tíma en svo lá hans leið annað og núna er hann kominn til baka og í annað. Hann er búinn að vera í stjórn hjá okkur síðan að hann hætti að spila. Hann er sú týpa sem ég hefði getað séð fyrir mér sem slíkan. Það sama á um Þorkel sem kom svo síðar,“ sagði Þorgeir. Klippa: Viðtal við Þorgeir Haraldsson: Þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við Þorkell Magnússon átti glæsilegan feril sem leikmaður meistaraflokks karla í Haukum en hann hefur starfað við þjálfun yngri flokka hjá deildinni auk setu í stjórn handknattleiksdeildarinnar á síðari árum. Vísir/Sigurjón Það er óeigingjarnt starf að sinna stjórnunarstöðu íþróttafélaga og ekki algengt að menn haldist þar lengi út. Hvað þarf til að endast svona lengi eins og Þorgeir? „Það þarf góða eiginkonu og fjölskyldu sem bakkar mann upp. Lykilatriðið er að fá fólk hérna inn sem horfir á þetta svipað og ég hef gert og þeir sem hafa starfað með mér í langtíma. Þetta er ekkert ‚fix' að reka svona deild. Þetta er bara vinna og aftur vinna,“ sagði Þorgeir. Aldrei einhverjar hreinsanir „Vinnuframlag frá mörgum ekki bara einum. Ég fékk eina kransæðastíflu á tímabilinu en kom svo bara til baka aftur. Það er með allt þetta fólk hérna. Það hefur þurft að fara frá í smá tíma en kemur aftur. Það eru aldrei einhverjar hreinsanir,“ sagði Þorgeir. Tjörvi Þorgeirsson, einn af tíu bestu leikmönnum efstu deildar karla á þessari öld, er sonur formannsins fyrrverandi. Hélt það gamla manninum lengur við efnið að sonurinn var í lykilhlutverki? Sonurinn viðbeinsbrotnaði tveggja eða þriggja ára „Hann var ekkert fæddur þegar ég var búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Fyrstu íþróttameiðslin hans voru í Strandgötu, tveggja eða þriggja ára. Þá viðbeinsbrotnaði hann af því að leikmaður hljóp á hann þegar hann var að flækjast með pabba sínum á æfingu,“ sagði Þorgeir. „Svo á ég líka eldri strák sem var hérna líka upp í annan flokk og stelpu sem var í meistaraflokk. Það er ekki aðalatriðið en það skemmir ekki fyrir. Það myndi aldrei hafa hvarflað að mér að labba í burtu ef barnið manns hætti. Þá ertu ekki að hugsa þetta rétt,“ sagði Þorgeir en sér hann Tjörva feta í fótspor föður síns. Kannski ekki eins kjaftfor „Það getur vel verið. Hann er félagsvera og svolítið líkur mér að mörgu leyti. Kannski ekki eins kjaftfor. Hann er með þessa hugsun og vonandi verður það bara seinna,“ sagði Þorgeir. Það eru hins vegar miklu fleiri leikmenn Hauka sem eru honum kærir. „Þegar Aron (Kristjánsson) var að spila þá kallaði ég hann fóstra. Palli Ólafs er núna með okkur í stjórninni og hann var sá fyrsti sem ég samdi við af einhverju viti. Þetta eru bara strákarnir mínir,“ sagði Þorgeir en það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. Þorgeir Haraldsson og Þorkell Magnússon.Haukar Topphandbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Þorgeir hætti sem formaður handknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi hennar á dögunum en Þorgeir hafði gengt stöðu formanns í meira en þrjá áratugi en síðan hann var fyrst kjörinn formaður 1981. Þorgeir hafði þá verið í stjórn frá 1973. Vísir/Sigurjón Þorgeir á keppnis- og stjórnunarferil sem spannar í rúmlega hálfa öld á vettvangi deildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka. Hann var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari bæði meistaraflokka karla og kvenna, stjórnarmaður og formaður handknattleiksdeildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka auk nefndarstarfa á vegum Hauka og víðar. Búinn að vinna í þessu í svolítinn tíma Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Þorgeir um tímamótin og ákvörðunina um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var að leita að eftirmanni sínum og fann hann í Þorkatli Magnússyni. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu í svolítinn tíma. Það er í þessu eins og í mörgu öðru sem er viðkvæmt segi ég. Það þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við. Þetta þurfa að vera algjörlega gegnheilir Haukamenn sem koma hérna inn. Það er ekki hægt annað því það er svo mikil þekking hérna fyrir,“ sagði Þorgeir Haraldsson. Ásgeir Örn var krónprinsinn „Ásgeir Örn (Hallgrímsson) var krónprinsinn á sínum tíma en svo lá hans leið annað og núna er hann kominn til baka og í annað. Hann er búinn að vera í stjórn hjá okkur síðan að hann hætti að spila. Hann er sú týpa sem ég hefði getað séð fyrir mér sem slíkan. Það sama á um Þorkel sem kom svo síðar,“ sagði Þorgeir. Klippa: Viðtal við Þorgeir Haraldsson: Þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við Þorkell Magnússon átti glæsilegan feril sem leikmaður meistaraflokks karla í Haukum en hann hefur starfað við þjálfun yngri flokka hjá deildinni auk setu í stjórn handknattleiksdeildarinnar á síðari árum. Vísir/Sigurjón Það er óeigingjarnt starf að sinna stjórnunarstöðu íþróttafélaga og ekki algengt að menn haldist þar lengi út. Hvað þarf til að endast svona lengi eins og Þorgeir? „Það þarf góða eiginkonu og fjölskyldu sem bakkar mann upp. Lykilatriðið er að fá fólk hérna inn sem horfir á þetta svipað og ég hef gert og þeir sem hafa starfað með mér í langtíma. Þetta er ekkert ‚fix' að reka svona deild. Þetta er bara vinna og aftur vinna,“ sagði Þorgeir. Aldrei einhverjar hreinsanir „Vinnuframlag frá mörgum ekki bara einum. Ég fékk eina kransæðastíflu á tímabilinu en kom svo bara til baka aftur. Það er með allt þetta fólk hérna. Það hefur þurft að fara frá í smá tíma en kemur aftur. Það eru aldrei einhverjar hreinsanir,“ sagði Þorgeir. Tjörvi Þorgeirsson, einn af tíu bestu leikmönnum efstu deildar karla á þessari öld, er sonur formannsins fyrrverandi. Hélt það gamla manninum lengur við efnið að sonurinn var í lykilhlutverki? Sonurinn viðbeinsbrotnaði tveggja eða þriggja ára „Hann var ekkert fæddur þegar ég var búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Fyrstu íþróttameiðslin hans voru í Strandgötu, tveggja eða þriggja ára. Þá viðbeinsbrotnaði hann af því að leikmaður hljóp á hann þegar hann var að flækjast með pabba sínum á æfingu,“ sagði Þorgeir. „Svo á ég líka eldri strák sem var hérna líka upp í annan flokk og stelpu sem var í meistaraflokk. Það er ekki aðalatriðið en það skemmir ekki fyrir. Það myndi aldrei hafa hvarflað að mér að labba í burtu ef barnið manns hætti. Þá ertu ekki að hugsa þetta rétt,“ sagði Þorgeir en sér hann Tjörva feta í fótspor föður síns. Kannski ekki eins kjaftfor „Það getur vel verið. Hann er félagsvera og svolítið líkur mér að mörgu leyti. Kannski ekki eins kjaftfor. Hann er með þessa hugsun og vonandi verður það bara seinna,“ sagði Þorgeir. Það eru hins vegar miklu fleiri leikmenn Hauka sem eru honum kærir. „Þegar Aron (Kristjánsson) var að spila þá kallaði ég hann fóstra. Palli Ólafs er núna með okkur í stjórninni og hann var sá fyrsti sem ég samdi við af einhverju viti. Þetta eru bara strákarnir mínir,“ sagði Þorgeir en það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. Þorgeir Haraldsson og Þorkell Magnússon.Haukar Topphandbolti
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira