95 ára sprækur hestamaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2023 20:05 Líf Ingimars hefur meira og minna snúið um hesta og hestamennsku. Hann er alvegin ákveðin að fara á bak í vor eftir smá pásu eftir Covid. Magnús Hlynur Hreiðarsson Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður. Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður.
Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira