„Það munaði á markvörslunni“ Hinrik Wöhler skrifar 2. mars 2023 20:48 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. „Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði. Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði.
Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37