Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2023 10:11 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira