Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 20:04 Fallegar lopapeysur í Gömlu Þingborg en 60 konur víðs vegar um landið prjóna peysurnar fyrir verslunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi
Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira