Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 11:31 Það virðist vera útbreidd skoðun innan menningarbransans að kvikmyndin Skjálfti hafi átt að fá fleiri tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár. Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrði myndinni og skrifaði einnig handritið. Kvikmyndin er byggð á skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, sem kom út árið 2015. Skjálfti er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd undir leiksjórn Tinnu. Myndin fjallar um Sögu sem vaknar eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni og man lítið sem ekkert eftir því hvað gerðist í aðdraganda þess. Aníta Briem leikur Sögu og hefur þótt sýna afburðaframmistöðu. Kvikmyndin var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíð í Tallin í Eistlandi og hlaut mikið lof gagnrýnenda. „Hvernig var hægt að ganga fram hjá framúrskarandi túlkun Anítu Briem á aðalpersónunni?" Skjálfti er tilnefnd í flokkunum Hljóð ársins (Gunnar Árnason) og tónlist ársins (Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson). Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur tjáði sig um tilnefningarnar á Facebook síðu sinni í gær í færslu sem vakið hefur talsverð viðbrögð. Þar segist hún ekki geta orða bundist og spyr hvers vegna í ósköpunum Skjáfti hafi ekki fleiri Eddutilnefningar. „Hvernig var hægt að ganga fram hjá framúrskarandi túlkun Anítu Briem á aðalpersónunni Sögu? Vægast sagt með því besta sem hefur sést lengi í íslenskri mynd? Og hvað með leikstjórn Tinnu og klippingu Davíðs Corno og Valdísar Óskars?“ skrifar Sigríður. Blaðamaðurinn, bókmenntafræðingurinn og bókmenntagagnrýnandinn Páll Baldvinsson segir það „afarsjaldan sem þess gætir í tilnefningum til Grímu og Eddu að hið faglega njóti sannmælis.“ Hér má sjá Eddutilnefningar fyrir leikstjóra ársins en margir sakna þess að sjá þar nafn Tinnu Hrafnsdóttur. Marta Nordal, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar er ein þeirra sem tekur undir hugleiðingar Sigríðar. Hún segir Skjálfta óvenjulega og sterka mynd og leik Anítu frábæran. Marta segir jafnframt þá staðreynd að Verbúðin hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir handrit ársins stórfurðulega. Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona segir einfaldlega: Skandall að Aníta Briem hafi ekki verið tilnefnd. Fjölmargir hafa líkað við athugasemd leikstjórans Hilmars Oddsonar sem segir að sér sé „algerlega hulið af hverju Tinna Hrafnsdóttir fékk ekki tilnefningu fyrir leikstjórn ekki síður hvernig hægt var að ganga fram hjá Anítu og Eddu Björgvins.“ Tinna segist þakklát fyrir hlý orð og hvatninguna Tinna Hrafnsdóttir tjáði sig lítillega um málið á sinni Facebook síðu þegar hún deildi færslu Sigríðar. „Ég er auðmjúk og þakklát fyrir hlý orð og hvatninguna,“ skrifar Tinna. „Það er skrítið að eiga mikið undir fáum en eftir stendur að viðtökurnar sem myndin fékk bæði hér heima og erlendis voru vonum framar.“ Tinna segist jafnframt glöð fyrir tilnefningarnar sem Skjálfti hlaut fyrir hljóð og tónlist, auk þess sem hún óskar öllum öðrum tilnefndum kollegum til hamingju. Tinna var gestur Einkalífsins á síðasta ári þar sem hún tjáði sig um gerð myndarinnar. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ sagði Tinna í þættinum. Menning Bíó og sjónvarp Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Tinna Hrafnsdóttir leikstýrði myndinni og skrifaði einnig handritið. Kvikmyndin er byggð á skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, sem kom út árið 2015. Skjálfti er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd undir leiksjórn Tinnu. Myndin fjallar um Sögu sem vaknar eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni og man lítið sem ekkert eftir því hvað gerðist í aðdraganda þess. Aníta Briem leikur Sögu og hefur þótt sýna afburðaframmistöðu. Kvikmyndin var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíð í Tallin í Eistlandi og hlaut mikið lof gagnrýnenda. „Hvernig var hægt að ganga fram hjá framúrskarandi túlkun Anítu Briem á aðalpersónunni?" Skjálfti er tilnefnd í flokkunum Hljóð ársins (Gunnar Árnason) og tónlist ársins (Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson). Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur tjáði sig um tilnefningarnar á Facebook síðu sinni í gær í færslu sem vakið hefur talsverð viðbrögð. Þar segist hún ekki geta orða bundist og spyr hvers vegna í ósköpunum Skjáfti hafi ekki fleiri Eddutilnefningar. „Hvernig var hægt að ganga fram hjá framúrskarandi túlkun Anítu Briem á aðalpersónunni Sögu? Vægast sagt með því besta sem hefur sést lengi í íslenskri mynd? Og hvað með leikstjórn Tinnu og klippingu Davíðs Corno og Valdísar Óskars?“ skrifar Sigríður. Blaðamaðurinn, bókmenntafræðingurinn og bókmenntagagnrýnandinn Páll Baldvinsson segir það „afarsjaldan sem þess gætir í tilnefningum til Grímu og Eddu að hið faglega njóti sannmælis.“ Hér má sjá Eddutilnefningar fyrir leikstjóra ársins en margir sakna þess að sjá þar nafn Tinnu Hrafnsdóttur. Marta Nordal, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar er ein þeirra sem tekur undir hugleiðingar Sigríðar. Hún segir Skjálfta óvenjulega og sterka mynd og leik Anítu frábæran. Marta segir jafnframt þá staðreynd að Verbúðin hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir handrit ársins stórfurðulega. Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona segir einfaldlega: Skandall að Aníta Briem hafi ekki verið tilnefnd. Fjölmargir hafa líkað við athugasemd leikstjórans Hilmars Oddsonar sem segir að sér sé „algerlega hulið af hverju Tinna Hrafnsdóttir fékk ekki tilnefningu fyrir leikstjórn ekki síður hvernig hægt var að ganga fram hjá Anítu og Eddu Björgvins.“ Tinna segist þakklát fyrir hlý orð og hvatninguna Tinna Hrafnsdóttir tjáði sig lítillega um málið á sinni Facebook síðu þegar hún deildi færslu Sigríðar. „Ég er auðmjúk og þakklát fyrir hlý orð og hvatninguna,“ skrifar Tinna. „Það er skrítið að eiga mikið undir fáum en eftir stendur að viðtökurnar sem myndin fékk bæði hér heima og erlendis voru vonum framar.“ Tinna segist jafnframt glöð fyrir tilnefningarnar sem Skjálfti hlaut fyrir hljóð og tónlist, auk þess sem hún óskar öllum öðrum tilnefndum kollegum til hamingju. Tinna var gestur Einkalífsins á síðasta ári þar sem hún tjáði sig um gerð myndarinnar. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ sagði Tinna í þættinum.
Menning Bíó og sjónvarp Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira