Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2023 21:32 Lögreglujónar hafa meðal annars beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. AP Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Georgía Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023
Georgía Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira