Gerður Kristný, Kristín Svava og Arndís hlutu Fjöruverðlaunin 2023 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2023 14:45 Þær Gerður Kristný, Kristín Svava og Arndís hlutu Fjöruverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í dag. Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Arndís Þórarinsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Þau voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal ráðhússins í Reykjavík í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Í flokki fagurbókmennta hlaut Gerður Kristný verðlaunin fyrir bókina Urtu. Kristín Svava Tómasdóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Þá hlaut Arndís Þórarinsdóttir verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bókina Kollhnís. Rökstuðningur dómnefndar: Urta eftir Gerði Kristnýju „Ljóðmælandi Urtu eftir Gerði Kristnýju er kona sem býr við nyrsta haf. Lífsbaráttan er hörð, vetur herja með hafís og kulda. Maðurinn deyr, barn deyr og önnur áföll fylgja en konan og börn hennar gefast aldrei upp. Þau þrauka. Konan hjálpar urtu að kæpa, mörk milli manns og dýrs, menningar og náttúru hverfa í þessari göldróttu bók. Textinn er meitlaður, ljóðin hefðbundin í formi með stuðlum og innrím sem minnir á forna bragarhætti. Það undirstrikar einnig tímaleysi og skírskotun verksins til þeirrar stöðugu lífsbaráttu sem er hlutskipti manna og dýra.“ Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur „Á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs stendur yfir aldargamalt, tveggja hæða timburhús með viðburðaríka sögu; fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga, farsóttarspítali, geðsjúkrahús og gistiskýli fyrir heimilislausa. Í dag er það mannautt og ber dulúðlegt nafn með rentu. Í Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 rekur Kristín Svava Tómasdóttir sögu þessa merka húss, sem umfram allt er litrík saga fólksins sem húsið hýsti og samfélagsins sem skóp það.“ Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur „Í Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur er hinn ungi Álfur fimleikastrákur aðalsöguhetjan og sögumaðurinn. Eftir því sem frásögn hans vindur fram kemur í ljós að sjónarhorn Álfs er ekki mjög áreiðanlegt enda neitar hann að horfast í augu við að litli bróðir hans sé einhverfur, að frænka hans eigi við fíknivanda að etja og að besti vinur hans sé lesblindur. Höfundur leikur fimlega á allan tilfinningaskalann og teflir fram sögumanni sem eignast hugi og hjörtu lesenda á öllum aldri. Sagan er í senn áhrifamikil, skemmtileg og spennandi en fyrst og fremst full af hlýju og mennsku.“ Hér fyrir neðan má lista yfir aðra höfunda sem hlutu tilnefningar sem og dómnefnd í hverjum flokki fyrir sig. Barna- og unglingabókmenntir: Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur Héragerði. Ævintýri um súkkulaði og kátínu eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur Bronsharpan eftir Kristínu Björg Sigurvinsdóttur Dómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku, Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur og Guðlaug Richter, íslenskufræðingur. Fræðibækur og rit almenns eðlis Á sporbaug. Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur og Elínu Elísabetu Einarsdóttur Vegabréf: Íslenskt. Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur Dómnefnd skipuðu Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur, Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari og Sigrún Helga Lund, tölfræðingur. Fagurbókmenntir Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur Urta eftir Gerði Kristnýju Dómnefnd skipuðu Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Reykjavík Tengdar fréttir Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023 afhjúpaðar Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. 5. desember 2022 17:41 Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í flokki fagurbókmennta hlaut Gerður Kristný verðlaunin fyrir bókina Urtu. Kristín Svava Tómasdóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Þá hlaut Arndís Þórarinsdóttir verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bókina Kollhnís. Rökstuðningur dómnefndar: Urta eftir Gerði Kristnýju „Ljóðmælandi Urtu eftir Gerði Kristnýju er kona sem býr við nyrsta haf. Lífsbaráttan er hörð, vetur herja með hafís og kulda. Maðurinn deyr, barn deyr og önnur áföll fylgja en konan og börn hennar gefast aldrei upp. Þau þrauka. Konan hjálpar urtu að kæpa, mörk milli manns og dýrs, menningar og náttúru hverfa í þessari göldróttu bók. Textinn er meitlaður, ljóðin hefðbundin í formi með stuðlum og innrím sem minnir á forna bragarhætti. Það undirstrikar einnig tímaleysi og skírskotun verksins til þeirrar stöðugu lífsbaráttu sem er hlutskipti manna og dýra.“ Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur „Á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs stendur yfir aldargamalt, tveggja hæða timburhús með viðburðaríka sögu; fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga, farsóttarspítali, geðsjúkrahús og gistiskýli fyrir heimilislausa. Í dag er það mannautt og ber dulúðlegt nafn með rentu. Í Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 rekur Kristín Svava Tómasdóttir sögu þessa merka húss, sem umfram allt er litrík saga fólksins sem húsið hýsti og samfélagsins sem skóp það.“ Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur „Í Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur er hinn ungi Álfur fimleikastrákur aðalsöguhetjan og sögumaðurinn. Eftir því sem frásögn hans vindur fram kemur í ljós að sjónarhorn Álfs er ekki mjög áreiðanlegt enda neitar hann að horfast í augu við að litli bróðir hans sé einhverfur, að frænka hans eigi við fíknivanda að etja og að besti vinur hans sé lesblindur. Höfundur leikur fimlega á allan tilfinningaskalann og teflir fram sögumanni sem eignast hugi og hjörtu lesenda á öllum aldri. Sagan er í senn áhrifamikil, skemmtileg og spennandi en fyrst og fremst full af hlýju og mennsku.“ Hér fyrir neðan má lista yfir aðra höfunda sem hlutu tilnefningar sem og dómnefnd í hverjum flokki fyrir sig. Barna- og unglingabókmenntir: Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur Héragerði. Ævintýri um súkkulaði og kátínu eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur Bronsharpan eftir Kristínu Björg Sigurvinsdóttur Dómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku, Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur og Guðlaug Richter, íslenskufræðingur. Fræðibækur og rit almenns eðlis Á sporbaug. Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur og Elínu Elísabetu Einarsdóttur Vegabréf: Íslenskt. Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur Dómnefnd skipuðu Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur, Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari og Sigrún Helga Lund, tölfræðingur. Fagurbókmenntir Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur Urta eftir Gerði Kristnýju Dómnefnd skipuðu Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Reykjavík Tengdar fréttir Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023 afhjúpaðar Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. 5. desember 2022 17:41 Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023 afhjúpaðar Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. 5. desember 2022 17:41
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45