„Hún er algjör jaxl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 07:00 Lucie gengur með sitt þriðja barn en það stoppar hana ekki í lyftingunum. Vísir/Sigurjón Kraftlyftingakonan Lucie Stefaniková keppti í Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Lucie ber barn undir belti. Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“ Kraftlyftingar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“
Kraftlyftingar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira