Heildin hafi það býsna gott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2023 11:42 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“ Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira