Önnur ólétt CrossFit stórstjarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Kara Saunders með dóttur sinni Scottie. Nú verður hún stóra systir. Instagram/@karasaundo Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er ólétt af fyrsta barni sínu en hún er ekki eina stórstjarna CrossFit sem mun missa af heimsleikunum í ár vegna fjölgunnar í fjölskyldunni. Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo)
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira